IKEA geitin - Er um keppni að ræða?

Kannski er þetta klaufaleg fyrirsögn í fréttinni: "Markmiðið er að engin kveiki í geitinni"

Mér finnst þetta frekar vera áskorun til brennuvarga um hver getur kveikt í geitinni. Kannski er þetta dulin auglýsing og jafnvel ennþá meiri auglýsing ef kveikt verður í henni. Það er til nóg af veiku fólki sem gæti dottið það í hug að kveikja í henni bara upp á athyglina og ná þessu markmiði. Þetta gæti verið merki um öfuga sálfræði.

Ég vonast til þess að geitin standi óbrennd.


mbl.is „Markmiðið að engin kveiki í geitinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flug­véla­eldsneyti frá árinu 2006 getur varla verið gott

Ég hjó eftir í fréttinni að flug­véla­eldsneytið er allt frá árinu 2006. Venjulegt bensín fyrir bíla byrjar að rýrna eftir 6-12 mánuði og almennt er eldsneyti ekki talið nothæft eftir tvö ár.

Þetta fer hins vegar eftir því hvernig eldsneytið er geymt. Við fullkomnar aðstæður getur það varðveist í mörg ár.

Þarna er verið að tala um allt að 12 ára gamalt flug­véla­eldsneyti til sölu. Það getur varla verið gott fyrir flugvélar þar sem öryggiskröfur eru miklar. En kannski er hægt að nýta það í eitthvað annað.

Hins vegar er tekið fram að „Það er á ábyrgð kaup­anda að meta og kanna gæðin [..]".

Ps. ég er ekki sérfræðingur í þessu, þetta er bara almenn þekking.


mbl.is Gæslan auglýsir olíu til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gegnumstreymissjóður er nægilegur

Gegnumstreymissjóður er nægilegur til þess að standa undir lífeyri og örorku miðað við stöðuna í dag.

Mismunurinn er eignasöfnun sem er notað til fjárfestinga til þess að mæta því að aldur sjóðfélaga er að færast upp á meðan ungu fólki fækkar.

Hins vegar er þessi eignasöfnun ávísun á góðæri í ellinni, ef öllu væri rétt skipt. Það er hins vegar ekki raunin. Ef eitthvað fer úrskeiðis, t.d. við síðasta hrun, þá er lífeyri lækkaður. Þannig að þá fara þau rök til lítils. Ef aldurstrénu (hækkandi aldraðra miðað við fæðingar) eru notuð sem rök þá skiptir það engu máli varðandi eignasöfnunina því lífeyri verður alltaf lækkaður eftir afkomu sjóðanna.

Þess vegna ætti lífeyrissjóðir bara að vera gegnumstreymis, þar sem þetta snýst bara um hlutfallsleg réttindi. Það myndi draga úr spillingu og misnotkun líka.

Það er gríðaleg uppsöfnun lífeyrissjóða sem er notað til þess að fjárfesta í fyrirtækjum hingað og þangað sem eru í andstöðu við fyrirtæki í samkeppni. Lífeyrissjóðir eru í beinni samkeppni við atvinnulífið og skerða samkeppnishæfni fyrirtækja eða einyrkja sem starfa á eðlilegum forsendum.

Þar fyrir utan eru þeir að safna peningum í ávaxtakröfum sem atvinnulífið nær ekki að keppa við.

Ég er á því að þetta skekkir allt eðlilegt viðskiptalíf.

Þetta er ekkert annað en skattur í skjóli yfirvalda, nema með réttindum eftir því hvað þú borgar mikið í skatt. Þess ber að geta að greiðsla í þessa sjóði er bundið með lögum og því hægt að færa fyrir því rök að það er verið að mismuna fólki eftir efnahagi samkvæmt lögum. Það er beinlínis bannað að mismuna fólki í lögum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband