Það er gáfulegra að kaupa þyrlurnar

Einn ráðherra sagði eitt sinn við mig að "það væri dýrt að vera fátækur", þegar ég bar undir hann kjánaskap þess að leigja þyrlurnar í stað þess að kaupa.

Hins vegar er það ekki eins dýrt að vera fátækur þegar kemur að öðrum ónauðsynlegum útgjöldum í samfélaginu. Til dæmis ónauðsynlegar utanlandsferðir ráðamanna eða óþarfa sendiráð um um allan heim. Tali maður ekki um alla milljarðana sem hafa farið í rugl EFTIR bankahrunið til þess að bjarga einhverju sem kom neyð okkar ekkert við.

Þyrlur á Íslandi eru jafn nauðsynlegar og sjúkrabílar. Við vitum að við þurfum á þyrlum að halda næstu áratugina. Það að eyða fé skattborgara í leigu á slíkum þyrlum í stað þess að kaupa þær er í besta falli heimskulegt. Talið er að 3-4 ár í leigu kosti það sama og að kaupa þyrluna. Þegar leiguverð er svona hátt þá er þetta ekki spurning um að kaupa í stað þess að leigja.

Þyrlur bjarga mannslífum!


mbl.is Nýtt útboð á þyrlum til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður og þarfur pistill.  Hafðu bestu þakkir fyrir.

Jóhann Elíasson, 26.3.2013 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband