Þetta vekur upp ýmsar spurningar

Þyrlurnar og annar floti Landhelgisgæslunnar eru hjarta og lungu björgunarstarfs hér á Íslandi. Við búum á eyju þar sem allra veðra er von. Náttúruvá er okkar helsta ógn. Við það bætast svo við tíðar ferðir stórra skemmtiferðaskipa og mikil alþjóðleg flugumferð. Tali maður ekki um alla báta og skip sem eru á stöðugri ferð um allt land.

Floti Landhelgisgæslunnar þarf að vera hafinn yfir allan vafa og tækjabúnaður í lagi. Við höfum verið óheppin með Þór en það er vonandi allt yfirstaðið.

Það væri nær að efla Landhelgisgæsluna heldur en að dæla peningum í erlendar vaxtagreiðslur vegna klúðurs "einkaaðila" sem settu Ísland á hausinn.

Betra hefði verið að kaupa nokkrar þyrlur og skip heldur en að dæla peningum í eitthvað sem fáir skilja ... eða vita til hvers.


mbl.is Mega fara út fyrir 12 mílurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband