Hver ber ábyrgð á þessu klúðri?

Hvernig geta yfirvöld klúðrar jafn mikilvægu máli eins og þessu - að þyrlur Landhelgisgæslunnar mega ekki fljúga lengra en 12 mílur frá landi? Bara út af formgalla og tryggingamála.

Fyrir hvað fá þessir stjórnendur og ráðherrar eiginlega borgað?

Hvað ætla þeir að gera ef skip þarf þyrluaðstoð 13 mílur frá landi? Ætla þeir að segja í talstöðina:

"Því miður þá megum við ekki bjarga ykkur því við klúðrum skráningunni - hafið samband við Landhelgisgæsluna í Noregi!"


mbl.is Þyrlubjörgun á hafi í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég efast um að stjórnendur LHG hafi ekki verið búnir að skoða þetta atriði áður en þessi ákvörðun var tekin og málið eigi eftir að skýrast á næstu dögum.

State aircraft falla vissulega ekki innan JAR-reglna. Það getur verið kostur fyrir LHG því þar með falla áhafnir þeirra ekki undir ákvæði um hvíldartíma þeirra reglna, og stofnunin getur hugsanlega nýtt áhafnir betur. Þar að auki þarf stofnunin væntanlega ekki að uppfylla viðhaldsreglur EASA. Það er svo álitamál hvort allt þetta sé kostur þegar litið er á heildarmyndina.

Allt hafsvæði utan 12 mílna landhelginnar er alþjóðlegt hafsvæði (high seas eða international waters) þar til að næstu landhelgismörkum er náð og ég tel víst að þar megi flugför LHG fljúga í hvaða erindum sem er, samkvæmt alþjóðasamningum, alveg eins og t.d. herskip mega sigla um heimsins höf svo framarlega þau fari ekki inn í landhelgi annars ríkis án leyfis. EASA hefur ekki lögyfirráð yfir alþjóðlegu hafsvæði og ég tel víst að EASA geti ekki bannað neina flugumferð LHG yfir alþjóðlegu hafsvæði.

Ég hef grun um að hér hafi blaðamaður hlaupið á sig og ætlað að skúbba stórfrétt sem mun reynast stormur í vatnsglasi.

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.1.2013 kl. 05:02

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er alveg óskiljanlegt hvernig allt saman er orðið í regluverkum og lögum...

Er enginn að hugsa um velferð okkar og hag í þessu máli, það sem passar einum þarf enganveginn að passa öðrum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.1.2013 kl. 09:17

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er stórfrétt því núna er þyrluflotinn hálf lamaður. Ef þeir fara út fyrir 12 mílurnar þá eru þeir að brjóta alþjóðleg lög um loftför og ef eitthvað kemur fyrir þá ber flugstjórinn einn ábyrgðina. Jafnvel ríkið er ekki bótaskyld t.d. ef einn áhafnarmeðlimur verður fyrir slysi.

Þetta er svona svipað og keyra á óskoðuðum og ótryggðum bíl í umferðinni - það vill enginn heilbrigður einstaklingur gera.

Sumarliði Einar Daðason, 9.1.2013 kl. 09:43

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ingibjörg, flug er þess eðlis að það þarf að gæta fyllsta öryggis. Ólíkt bílum, þá er ekki hægt að keyra út í kannt ef faratækið verður bensínlaust eða bilar. Það vill t.d. enginn að vera labba á Austurvelli og geta átt vona á því að fá allt í einu nokkur hundruð tonn af flugvélabraki í hausinn. Þess vegna eru settir ákveðnir staðlar og ákveðnar reglur. Við erum hluti af alþjóðlegum reglum.

Sumarliði Einar Daðason, 9.1.2013 kl. 10:50

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Erlingur, þú hefur væntanlega lesið nýjustu fréttina um þetta mál sem styður það sem þú varst að segja. Það er léttir að heyra þetta. Hins vegar er ekkert minnst á tryggingarnar sem mbl.is minntist líka á í upphaflegri frétt.

Eitt er hins vegar öruggt og það er að þessi mál þurfa öll að vera í lagi. Þetta er eitt af þeim fáum embættum sem almenningur ber óhikað traust til.

Sumarliði Einar Daðason, 9.1.2013 kl. 13:39

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Já fyrri fréttin var algjör ekkifrétt!

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.1.2013 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband