Hvernig erum við búin undir þetta?

Ég veit að ég er einn af þeim sem bendir fólki að vera með öryggisbelti þegar það fer út í umferðina - og fæ óþakkir fyrir að vera leiðinlegi maðurinn.

Fyrir skömmu þá benti ég á að ef hagvöxtur í Kína myndi minnka (http://summi.blog.is/blog/summi/entry/1250805/) þá gæti það haft umtalsverð áhrif á okkur sem þjóð þar sem bara eitt prósent samdráttur í hagvexti í Kína er eins og landsframleiðsla Íslands margfaldað.

Þetta hefur einnig áhrif á öll hin viðskiptalöndin okkar sem við stólum á til þess að rétta úr kútnum.

Spurningin er sú, eru stjórnvöld Íslands eitthvað að pæla í því hvað gerist á næstum árum? Sumir erlendir fræðimenn og fréttamiðlar spá því að raunveruleg heimskreppa byrji ekki með fullum þunga fyrr en á næsta ári - og þá fyrir alvöru.


mbl.is Kína orsakar lækkun í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það að FTSE 100 í London fari niður um 0,08% telst nú varla skýringarhæft. Mér blöskrar hvað blaðamenn mbl.is eru hrikalega barnalegir þegar þeir taka undir bull skýringar á hreyfingu hinna og þessa vísitalna. Þannig er sagt að ef hinar og þessar tölur frá bandaríkjunum eru lítilega hærri eða lítillega lægri en einhverjir misvitrir (vitleysingar) spáðu þá skýri það þessa og hina hreyfinguna á öllum hlutabréfavísitölum í heiminum meira eða minna. Eins ef orð einhvers seðlabankastjórans ganga of langt eða of skammt þá skýrir það þetta og hitt. Þetta eru merkingarlausar eftir-á-skýringar þar sem gert er ráð fyrir að allir hugsi eins.

Þessar skýringar nota menn á sama tíma og hamast er við að telja mönnum trú um að stór hluti hreyfinga markaðarins eigi rætur að rekja til einstaklinga. Til að þetta gengi upp þá sætu menn fyrir framan tölvurnar sínar og hlustuðu eftir ræðum hinna og þessa embættis- eða stjórnmálamanna  og seldu hluti eða keyptu eftir því hvernig þessir aðilar orðuðu t.d. hver niðurstaða hinna og þessa funda hefðu verið. Þetta gengur ekki upp í heimi þar sem þessu er öllu stýrt í gegnum tölvur.

Flottasta skýringin sem ég hef séð á hækkun hlutabréfavísitalna einn daginn var að ársfjórðungsuppgjör Caterpillars var umfram "væntingar" og þess vegna keyptu menn í hrönnum og vísitölur um allan heim fóru upp.  :)

Það sem er að gerast í Kína er allt löngu fyrirséð og ekkert sem kemur fjárfestum á óvart þar. Það er talað um að fjárfestar sjái mun lengra fram í tímann en almenningur og þá blaðamenn og því eiga hlutabréf að hækka/lækka töluvert áður en kreppa byrjar/endar.

Haraldur (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 22:37

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er sammála þér í þessu Haraldur, þetta er löngu fyrirséð með Kína. Ég hef litlar áhyggjur af því hvort einhverjir einstaklingar eða fyrirtæki eru að græða á þessu eða ekki.

Stóra spurningin er, hvað ef þessar spár rætast? Hvað ætlar skuldugi ríkissjóður á bullandi yfirdrætti að gera þá? Byggja aðra Hörpu? Segja upp öllum sjúkraliði og lögreglumönnum? Reka alla úr grunnskólum?

P.s. flestir sem eru að fylgjast með alþjóðlegum fjármálum lesa ekki bara Morgunblaðið

Sumarliði Einar Daðason, 10.8.2012 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband