Myndu göngin vera opin?

Það er ekkert nýtt að Víkurskarðið sé lokað og þar sé vörubíll fastur. Hann væri sennilega ekki fastur þarna ef það væru göng undir Vaðlaheiði.

Oftar en ekki þá er horft framhjá hlutum eins og þessum þegar rætt er um göng undir Vaðlaheiði, sem og á öðrum stöðum.

Þessi vörubíll er kannski að fara með nauðsynlega varahluti sem þarf að nota í fiskvinnslu þar sem 100 manns starfa. Eða matvöru fyrir byggðarlag. (Ég nefni þetta bara sem dæmi þar sem ég veit ekkert hvað hann er að flytja.)

Er gert ráð fyrir svona hlutum í arðsemisútreikningum?


mbl.is Ófærð fyrir norðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Göngin væru opin!

Sigurður Haraldsson, 29.11.2011 kl. 07:47

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Nei, hann væri sjálfsagt fastur inni í göngunum, vegna þess að aðliggjandi vegir eru ófærir og það er ekkert mokstursveður.

Sigríður Jósefsdóttir, 29.11.2011 kl. 09:17

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Reyndar er það rangt hjá þér Sigríður. Þjóðvegur 1 er opinn allan hringinn nema þennan kafla sem göngin eiga að dekka.

Sumarliði Einar Daðason, 29.11.2011 kl. 10:02

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég var rétt í þessu að lesa Facebook færslu þar sem einn aðili er fastur í Víkurskarði:

"situr fastur í Víkurskarðinu með aldraðan föður sinn sem fékk botnlangakast og þungaða konuna sem er komin að því að fæða... getur ekki einu sinni hringt í Guðfríði Lilju..."

Sumarliði Einar Daðason, 29.11.2011 kl. 10:03

5 identicon

Það er nú bara þannig að við búum á landi sem við verðum að gera ráð fyrir að komast ekki allt sem við viljum/þurfum hvernær sem er. Það hefur verið þannig frá því að land byggðist og það á ekki eftir að breytast í framtíðinni.

Baldur (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 10:15

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Baldur, ertu þá að meina að við þurfum þá að gera ráð fyrir því að það eru sjúkrahús á fleiri stöðum í framtíðinni en bara á höfuðborgarsvæðinu?

Sumarliði Einar Daðason, 29.11.2011 kl. 10:38

7 identicon

Auðvitað, enda að spara nokkrar milljónir í rekstri sjúkrahúsa úti um allt land og eyða svo í framhaldi meiri pening en sparaðist í sjúkraflutninga er auðvitað bara brandari!

En nú er líka ófært frá Grenivík, Dalvík, Ólafsfirði og fleiri stöðum inn á Akureyri. Ekki myndu göngin leysa það vandamál.

Og eflaust eru flestar sveitir austan Valðlaheiðar ófærar líka.

Baldur (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 11:11

8 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Grenivík og Dalvík er einangrað núna. Ólafsfirðingar hafa nýju göngin til Siglufjarðar sem er með opið á þjóðveg 1. Ef Héðinsfjarðargöngin væru ekki til staðar þá væru Ólafsfirðingar líka einangraðir.

Stærstu vegir austan Vaðlaheiðar eru opnir.

Sumarliði Einar Daðason, 29.11.2011 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband