Ég fagna þessu skrefi í rétta átt

Það er ánægjulegt að stjórnvöld hér á landi geri sér grein fyrir því að við búum á Íslandi þar sem á öllu er von af hendi náttúrunnar. Þessir tveir starfsmenn munu án efa skipta miklu máli.

Hingað til hefur mér fundist þetta hlutverk stjórnvalda verið mjög vanrækt. Náttúruvá er okkar helsti óvinur ef þannig má að orði komast. Með þessum tveimur nýjum starfsmönnum verður hægt að skilgreina betur raunhæfar viðbragðsáætlanir fyrir landið allt.

Það sem gerist í einum landshluta hefur áhrif á aðra með beinum eða óbeinum hætti. Ef þjóðvegurinn lokast við Mýrdalsjökul þá verður norðurleiðin um Víkurskarð eina vegtengingin við allt austurland og suðurland austan við Mýrdalsjökul. Það er ekki til neitt strandflutningaskip hér á Íslandi og Langhelgisgæslan er neydd til þess að leigja út sín tæki vegna fjárskorts.

Landsbjörg er að sjálfsögðu trausti hlekkurinn í þessu öllu saman en starfsemi hennar byggist að mestu á frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum - sérstaklega vegna sjálfboðavinnu fólksins sem tekur þátt í hennar starfi. Stjórnvöld ættu að hlúa meira að Landsbjörgu og aðilarfélögum á hverjum stað fyrir sig.

Það er einnig búið að skera alltof mikið niður hjá lögreglunni þannig að hún nær ekki að sinna lögboðnu hlutverki sínu. Samt þarf hún ávallt að vera fyrst á staðinn og hafa umsjón með hverju svæði fyrir sig.

Fjárskortur til lögreglu og annarra grunnstoða er þjóðinni til skammar - sérstaklega þó stjórnvöldum!


mbl.is Starfsmönnum fjölgað vegna eldgosahættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála!

Sigurður Haraldsson, 29.11.2011 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband