Ísland er langt fyrir norðan hættusvæðið

Skilgreint hættusvæði fyrir þennan gervihnött er á milli N57° og S57° breiddargráða. Brakið getur dreifst á um 1.000 km langt svæði frá því að hnötturinn byrjar að brotna í sundur. Þyngsti hluturinn verður í mesta lagi um 150 kg við árekstur. Skotland er til dæmis á N57° breiddargráðu.

UARS

Ísland er langt fyrir utan þetta svæði enda er syðsti punktur Íslands, Surtsey, í breiddagráðu N63° sem er um 666 km norðan við skilgreint hættusvæði. Það þarf eitthvað algjörlega óvænt að eiga sér stað til þess að eitthvað gæti lent á Íslandi (til dæmis inngrip geimvera Grin ).

Helstu heimildir:

Það er hægt að finna ógrynni af upplýsingum um þetta á netinu og flestar eru samhljóma um hættusvæðið. Best er þó að byggja á upplýsingunum frá NASA.


mbl.is Gæti lent nánast hvar sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband