Íslendingar áttu að gera þetta fyrir löngu

Það er mun farsælla fyrir ríkið að auka veltu í samfélaginu með lægri sköttum og auknum framkvæmdum. Í heildina fær ríkissjóður meira og þegnum líður betur.

Hér á landi gera yfirvöld akkúrat hið gagnstæða. Hækka skatta fram úr öllu hófi og setja allt í bremsu. Þetta skilar sér í minni tekjum í heildina fyrir ríkissjóð.

Þessi meinta verðbólga hér á Íslandi er ekki sökum hagvaxtar eða eftirspurnar. Það er í raun hættulegur samdráttur í efnahagslífinu hér á landi en einhverra hluta vegna er lítið sem ekkert fjallað um það í fjölmiðlum eða hjá stjórnmálamönnum.

Til að mynda er hækkun fasteignaverðs "ímynduð" hækkun sem ríkið sjálft ákveður. Mikið af þeim vörum sem hafa hækkað er vegna beinna hækkana skatta sem ríkið ákveður. Allt þetta hækkar neysluvísitöluna sem hækkar síðan verðtryggðar afborganir lána. Þar að auki er innibyggður hvati/villa í aðferðafræði neysluvísitölunnar sem tryggir alltaf að hún fari hækkandi.

Ofan á þetta er seðlabankinn úti á þekju með sína vaxtastefnu og það ríkja hér gjaldeyrishöft.

Ef bankahrunið kom Íslandi í kennslubækur út um allan heim þá munu viðbrögð yfirvalda hér á landi í kjölfar hrunsins svo sannarlega gera það líka.


mbl.is Lækka skatta og auka framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Á öllum byrjendanámskeiðum í þjóðhagfræði er farið vel yfir þetta en mér skilst að það séu engir kúrsar í hagfræði í jarðfræðinni.  Svo er það einkenni "öfgavinstrimanna" (eins og Gunnarsstaða-Móra) að hlusta aldrei á aðra því þeir einir hafa rétt fyrir sér, að eigin mati.

Jóhann Elíasson, 20.9.2011 kl. 08:49

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er farinn að hallast að því að landið sé stefnulaust og yfirvöld hugsi ekki til framtíðar. Svona eins og þegar fíkniefnaneytandi hugsar bara um að redda sér næsta skammti en ekki deginum lengra en það.

Sumarliði Einar Daðason, 20.9.2011 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband