Netlögga Íslands mun ráðleggja National Security Agency USA

Varðandi aukið eftirlit með netnotkun þá vil ég taka fram að þetta getur aldrei orðið að veruleika enda ekki hægt að framfylgja þessu tæknilega. NSA (National Security Agency - USA) gæti það ekki einu sinni.
 
Þetta væri kannski hægt með því hreinlega slökkva á Internetinu á Íslandi. En þá færi allt samfélagið á hliðina varðandi opinberar stofnanir, banka, fyrirtæki, símasamskipti, ferðaþjónustu, sjúkrahús o.s.frv.
 
Þetta er bara enn eitt polítíska dellumálið sem marg oft er búið að skoða.
 
Það væri hreinlega ódýrara fyrir dómsmálaráðuneytið að gefa "rétthöfum" t.d. 300 milljarða á ári til að vega upp á móti samfélagslegu tjóni að slökkva á Internetinu. Ég held að íslenskir "rétthafar" hafi ímyndað sér að þeir þurfi bara einn milljarð til þess að verða sáttir. Ef það er til tími og peningar þá ætti að stofna sérstaka lögregludeild sem fylgist með að "rétthafar" og "söluaðilar" skili höfundalaunum til íslenskra höfunda. En þá á auðvita eftir að friða erlenda "rétthafa".
 
Ég er sjálfur listamaður og ég hvet alla til þess að virða höfundarétt. Það er fljótt að fréttast út ef einhver er að dreifa einhverju ólöglega - sérstaklega hér á Íslandi. En við ráðum ekki við restina af heiminum.
 
Ef það má auka við netlögguna þá vona ég svo sannarlega að það verði sérstaklega nýtt til þess að rannsaka barnaníð, fíkniefnasölu, hatursglæpi, tölvuárásir o.s.frv. Það myndi nýtast venjulegu löggunni mjög vel til þess upplýsa glæpi sem eru á hennar könnu.
 
Smá húmor í lokin um öfgana. Þetta spilast beint frá All 4, Channel 4 í gegnum Facebook server (er ekki stolið eða vistað á blog.is og er opið almenningi á milli flestra landa).
 

mbl.is Ólöglegt og ómögulegt neteftirlit?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband